Skautahlaupið á miðvikudagskvöldum

Skautahlaup 16.okt-20.nóv. Miðvikudaga 19.30-21.05 og útiæfingar. Veturinn er á leiðinni! Það er æði að hreyfa sig úti og svífa á ísnum á svellinu á hlaupaskautum eða finna fyrir hraðanum i skautahöllinni. Skautahlaup er frábær æfing fyrir rass-og lærvöðvana og jafnvægið.

Samið við Jako til næstu þriggja ára

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar (SA) hefur undirritað nýjan þriggja ára samstarfssamning við Jako sem mun sjá deildinni fyrir íþróttafatnaði. Mikil ánægja er meðal félagsins með samstarfið sem hófst á síðasta ári. Jako hefur frá upphafi veitt framúrskarandi þjónustu og hefur komið til Akureyrar til að halda mátunardaga fyrir iðkendur SA.

Heimaleikur SA taka á móti Fjölni á sunnudag

SA tekur á móti Fjölni í Toppdeild kvenna á sunnudag kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Síðasti leikur var skemmtilegur en þessi verður enn skemmtilegri. Hamborgarasalan hefst 30 mín fyrir leik og forsala miða og ársmiðasala á Stubb. Burger fyrir leik og í leikhléi. Ásgarður sjoppan í Skautahöllinni Opin. Forsala Miða kvenna: https://stubb.is/events/nKKwLn Ársmiðasala https://stubb.is/sa/passes

Flottur árangur á Haustmóti ÍSS

Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.

Sædís Heba bæti eigið stigamet

Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem kláraðist fyrir helgi. Sædís fékk 106.45 stig í heildina sem er hennar besti árangur. Sædís bætti sitt eigið met í bæti stutta og frjálsa prógraminu en hún fékk 37.46 stig fyrir stutta og 68.99 stig í frjálsa. Við óskum Sædísi til hamingju með þennan frábæra árangur.

Fyrstu heimaleikir vetrarins

Fyrstu heimaleikir vetrarins í bæði kvenna og karla á laugardag þegar Skautafélag Reykjavíkur kemur í heimsókn. Ertu búin að tryggja þér ársmiða?

Ársmiðasala SA er hafin

Styrktu félagið, styrktu strákana og stelpurnar og tryggðu þér gott verð af öllum heimaleikjum í vetur. Öllum ársmiðum fylgir aðgangur að betri stofunni fyrir leik og í leikhléi. Þú finnur Ársmiða SA inn á Stubb. Ársmiði á kvennaleiki SA - 10.000 kr. Ársmiði á karlaleiki SA - 10.000 kr. Ársmiði SA FAN - gildir á bæði karla og kvennaleiki - 15.000 kr. Ársmiði SA Ungir (17-20 ára) – 9.000 kr. Gullkort – 65.000 kr. (takmarkað magn í boði, fyrstir koma, fyrstir fá – tryggðu þitt sæti) Árskortin gilda aðeins á deildarkeppnina en fylgir aðgangur að betri stofunni í úrslitakeppni með aðgangsmiða. Gullkortið gildir bæði í deildar- og úrslitakeppni. Gullkortinu fylgir þitt eigið sæti svo þú getir horft á leikinn beint úr betri stofunni á besta stað. Hamborgari og drykkur fylgir Gullkortinu.

Meistaraflokkar SA hefja keppnistímabilið á laugardag

Meistaraflokkar SA karla og kvenna hefja bæði leik í deildarkeppninni á laugardag þegar liðin ferðast suður og leika bak í bak leiki við Fjölni í Egilshöll. Mikil eftirvænting er fyrir fyrstu leikina í deildarkeppninni og fyrir því hvernig liðin koma úr undirbúningstímabilinu sem hefur staðið yfir frá í byrjun ágúst. Liðin okkar bæði eru vel mönnuð frá síðasta tímabili en þó með nokkrum leikmannabreytingum.

Keppnistímabilið í íshokkí hefst í dag

Íshokkítímabilið hefst formlega í dag með fyrstu keppnileikjunum í Íslandsmóti en það eru tveir U16 leikir sem báðir verða spilaðir eru í Skautahöllinni hjá okkur í dag. Fyrri leikurinn er lið SA Víkinga gegn Fjölni kl 16:30 og sá síðari leikur SA Jötna gegn SR kl 19:00. Ein deild er í þessu móti þar sem SA teflir fram tveimur liðum en SR og Fjölnir sitthvoru liðinu. Við hvetjum íshokkíunendur að mæta í höllina og horfa á skemmtilega íshokkíleiki.

Sædís Heba með flottan árangur á Junior Grand Prix

Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Riga í Lettlandi sem kláraðist í dag. Sædís fékk 86.08 stig og var í 31. sæti í heildarstigakeppninni sem er flottur árangur á hennar fyrsta Junior Grand Prix móti. Næsta verkefni hjá þessari efnilegu skautakonu er Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem fer fram í lok september.